Skjáskot úr heimildamyndinni „Rúnturinn“ frá árinu 1999. Þarna er tekið upp á mótum Skólabrautar og Vesturgötu þar sem snúið var við á Akranesi. Það var Steingrímur Dúi Másson sem framleiddi myndina sem fjallaði um rúntmenningu í þremur bæjarfélögum.

Ætla að endurvekja Skagarúntinn

Alexander Aron Guðjónsson hefur stofnað viðburð á Facebook þar sem hvatt er til þess að Skagamenn endurveki hinn gamla rúnt um Skólabraut og nágrenni í miðbænum miðvikudaginn 13. janúar klukkan 20:40. „Endurvekjum rúntmenningu Skagamanna, fjölmennum á göturnar og rúntum fram í rauða nóttina. Alveg tilvalið í kófinu! Svo er hægt að kíkja við í lúgunni í Shell, Orkunni, Skaganesti, Kvikk on the go – og skoða mánaðartilboðin fyrir janúar,“ segir í tilkynningu. Staðkunnugir vita að þar er átt við eina og sömu sjoppuna sem gengið hefur undir öllum þessum heitum á liðnum árum en var viðkomustaður þeirra sem voru á rúntinum heilu og hálfu kvöldin. „Koma svo gulir og glaðir Skagamenn,“ segir í áskorun frá þeim sem vilja endurvekja rúntinn.

Á Skólabraut. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness.

Líkar þetta

Fleiri fréttir