Steinunn og Hanna Ágústa tilbúnar að syngja við undirspil Önnu Þórhildar. Ljósm. arg.

Rætt við styrkþega úr Minningarsjóði Heimis Klemenzsonar

Milli jóla og nýárs var í fyrsta sitt úthlutað úr Minningarsjóði Heimis Klemenzsonar. Minningarsjóðurinn var stofnaður 2018 til að halda á lofti minningu tónlistarmannsins frá Dýrastöðum í Norðurárdal. Hlutverk sjóðsins er að standa við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki í héraðinu. Í þessari fyrstu úthlutun voru þrjár ungar tónlistarkonur styrktar, þær Anna Þórhildur Gunnarsdóttir píanóleikari frá Brekku, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir söngkona úr Borgarnesi og Steinunn Þorvaldsdóttir söngkona frá Hjarðarholti. Anna Rósa Guðmundsdóttir blaðamaður Skessuhorns ræddi við tónlistarkonurnar af þessu tilefni, en þær stunda nú allar nám í tónlist.

Sjá Skessuhorn vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir