Kristín Þórhallsdóttir Íþróttamaður Akraness 2020. Ljósm. mm.

Náði árangri á heimsmælikvarða

Í umsögn forsvarsmanna Íþróttabandalags Akraness við kjör Íþróttmanns Akraness 2020 í gærkvöldi kom fram að Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona stimplaði sig á liðnu ári vel og vandlega inn á styrkleikalista Íslands í klassískum kraftlyftingum. Hún setti 17 ný Íslandsmet og eftir árið standa sjö af þeim ennþá. Árið var erfitt fyrir alla en Kristín náði þó að halda dampi í æfingum allt árið, uppskar eins og hún sáði og bætti sig um 72,5 kg í samanlögðu. Á árinu náði hún því magnaða afreki að verða fyrst íslenskra kvenna til að taka yfir 500 kg í samanlögðu og meira að segja gerði hún enn betur og tók 510 kg. Kristín er stigahæsta klassíska kraftlyftingakona Íslands frá upphafi. Árangur hennar er því á algjörum heimsmælikvarða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir