Keypti iPhone á netinu en fékk aldrei

Í vikunni komu einstaklingar á lögreglustöð á Vesturlandi og sögðu sínar farir ekki sléttar. Þeir höfðu keypt og greitt fyrir nýjustu útgáfuna af iPhone 12 síma á bland.is en aldrei fengið símann í hendurnar. Vitað er hver „seljandinn“ er og er hann eftirlýstur. Að sögn lögreglu er nokkuð um það að fólk kaupi hluti á netinu og leggi kaupverðið inn á algerlega ókunna aðila og vill lögregla vara mjög við slíkum viðskiptaháttum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir