Veitingastaðurinn Hraun í Ólafsvík. Ljósm. úr safni.

Hrauni i Ólafsvík hefur verið lokað

Rekstri veitingastaðarins Hrauns í Ólafsvík hefur verið hætt. Bæjarblaðið Jökull greindi frá. Jón Kristinn Ásmundsson hóf rekstur Hrauns árið 2014 í leiguhúsnæði við Grundarbraut 2. Áður rak hann Hótel Hellissand. Eigendur hússins við Grundarbraut 2 ætla því nú annað hlutverk, samkvæmt frétt Jökuls. Jón segir í samtali við blaðið að hann sjái fyrir sér að halda áfram framleiðslu á mat en hafi ekki fundið hentugt húsnæði til þess.

Líkar þetta

Fleiri fréttir