Ellefu greindust með veiruna í gær

Ellefu voru greindir með kórónuveiruna hér á landi í gær skv. uppfærðum tölum á covid.is. Af þeim voru sjö í sóttkví við greiningu. Nú eru 126 í einangrun á landinu vegna Covid-19 og 279 í sóttkví. Tuttugu liggja á sjúkrahúsi vegna veirunnar en enginn er á gjörgæslu. Nýgengi innanlandssmita er 19,9.

Líkar þetta

Fleiri fréttir