Horft af Breiðafirði inn í Fagradal á Skarðsströnd. Ljósm. Jónas Þrastarson.

Stór hluti Fellsstrandar og Skarðsstrandar án síma- og netsambands

Íbúar og sumarhúsaeigendur á Fellsströnd og Skarðsströnd í Dalabyggð hafa nú í þrjú ár búið við mjög óstöðugt eða jafnvel með öllu óvirkt net- og símasamband með tilheyrandi óþægindum og óöryggi. Hafa þeir ítrekað sent kvartanir til ýmissa aðila, en mætt fálæti. Svæðið er strjálbýlt og ljóst að fjarskiptafyrirtækin telja ekki eftir miklu að slægjast í þjónustu við íbúa á svæðinu. Í kvörtunum sem bæði íbúar og sumarhúsaeigendur hafa beint til fjarskiptafyrirtækjanna og Póst- og fjarskiptastofnunar segja þeir öryggi á svæðinu verulega ábótavant þar sem ekki náist símasamband við nauðsynlega aðila, svo sem björgunarsveitir, lögreglu eða sjúkraflutningamenn ef eitthvað bjáti á. Segja þeir að símasamband hafi verið í góðu lagi á svæðinu allt þar til fyrir þremur árum. Ekki bæti ástandið að nú sé Símanum ekki lengur gert skylt að viðhalda fastlínutengingum. Stór hluti Fellsstrandar og Skarðsstrandar er því „dautt svæði,“ eins og það er kallað; ekkert síma- eða netsamband þar að finna.

Nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir