Mögulegt áhrifasvæði sementsmengunarinnar aðfararnótt þriðjudags er innan rauðlitaða svæðisins. Íbúar á því svæði ætti að skoða vel eigur sínar; bíla og mannvirki, og tilkynna tjón til tryggingafélagsins VÍS. Tölvugerð mynd: Skessuhorn.

Lögregla bendir tjónþolum á að hafa samband við VÍS

Lögreglan á Vesturlandi hefur sent tilkynningu til íbúa á Akranesi. Þar er þeim sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna sementsryks á Akranesi í fyrrinótt, bent á að tilkynna tjón á heimasíðu vis.is eða hafa samband við tryggingafélagið VÍS, en Sementsverksmiðjan er vátryggð hjá félaginu.

Ljóst er að sementsrykið sem fór yfir byggðina á Akranesi aðfararnótt þriðjudags hefur farið yfir mun stærra svæði en talið var í fyrstu. Magn sements er án vafa í tonnum talið og áhrif mengunarinnar gætir mjög víða. Ef marka má búsetu nokkurra þeirra bíleigenda sem létu þrífa bíla sína í gær, er svæðið sem rykið fór yfir töluvert stórt. Á meðfylgjandi loftmynd sem Skessuhorns vann er skyggt það svæði. Innan þess er vitað um hús- og bíleigendur sem orðið hafa fyrir tjóni af sementsmengum. Gerður er fyrirvari um að svæðið getur verið minna – eða stærra. Vísbendingar eru um að sementið hafi verið að blásast upp um lúgu á sementstangi 4 allt frá því klukkan 1 aðfararnótt þriðjudags. Lögreglu barst svo tilkynning um mengunina klukkan fimm um morguninn. Þá um nóttina var hæg sunnan- og suðaustan átt á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Tap gegn Haukum í Fjósinu

Skallagrímur tapaði fyrir fyrir Haukum þegar liðin mættust í Borgarnesi í gærkvöldi í Domino‘s deild kvenna í körfubolta. Skallagrímskonur komust... Lesa meira