F.v. Guðrún Juliane Unnarsdóttir, Kristín Þórhallsdóttir og Fjóla Lind Guðnadóttir formaður Dreyra sem tók við verðlaunum fyrir hönd Jakobs Svavars Sigurðssonar. Ljósm. mm

Kristín Þórhallsdóttir er Íþróttamaður Akraness 2020

Kjöri Íþróttmanns Akraness var lýst fyrr í kvöld við athöfn í Frístundamiðstöðinni á Garðavöllum. Lýsingin fór fram með óhefðbundnu sniði að þessu sinni sökum samkomutakmarkana, en var í beinni útsendingu á ÍATV.

Í þriðja sæti í kjörinu varð Guðrún Juliane Unnarsdóttir, 16 ára fimleikastúlka í FIMA og landsliðskona. Í öðru sæti varð Jakob Svavar Sigurðsson hestaíþróttamaður í Dreyra, knapi ársins á Íslandi og íþróttmaður Akraness 2019. Íþróttamaður Akraness 2020 var kjörin með yfirburðum Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona og margfaldur Íslandsmeistari. Það var Marella Steinsdóttir formaður ÍA sem afhenti Kristínu bikarinn, en Friðþjófsbikarinn var nú afhentur í þrítugasta skipti, en hann var gefinn til minningar um Friðþjóf Daníelsson, afabróður Marellu.

Kristín Þórhallsdóttir, íþróttamaður Akraness 2020. Ljósm. mm.

Líkar þetta

Fleiri fréttir