
Kjöri Íþróttmanns Akraness verður sjónvarpað í kvöld
Um korteri eftir að flugeldasýningu lýkur við Akraneshöfn í kvöld hefst útsending frá kjöri Íþróttamanns Akraness. Hátíðin verður með gjörbreyttu sniði að þessu sinni vegna samkomutakmarkana. ÍATV mun streyma frá athöfninni sem fram fer á Garðavöllum. Viðstaddir verða einungis þrír efstu í kjörinu ásamt stjórn og fulltrúa bæjaryfirvalda, auk upptökumanna. Fyrirfram hafa verið tekin viðtöl við það íþróttafólk sem íþróttafélögin tilnefndu. Byrjað verður á að spila upptöku af þeim en að endingu verður kjörinu lýst.