
Fjarfundur fyrirhugaður um brennslu úrgangs
Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á opnum fjarfundi um brennslu úrgangs. Fundurinn verður haldinn n.k. mánudag 11. janúar kl. 10-12. „Ljóst má vera að framundan eru töluverðar breytingar í úrgangsmeðhöndlun og hyggst umhverfis- og auðlindaráðherra m.a. leggja fram frumvarp um lagabreytingar á vorþingi. Einnig mun ráðherra á næstunni kynna stefnu í úrgangsmálum,“ segir í tilkynningu um fundinn.
10:00 | Opnun Umhverfis- og auðlindaráðherra |
Greining á þörf fyrir brennslu úrgangs til framtíðar Karl Eðvaldsson, framkvæmdastjóri Resource International ehf. |
|
Aðgerðir sorpsamlaga á suðvesturhorninu vegna breyttrar meðhöndlunar og lágmörkun urðunar Líf Magneudóttir, formaður Samstarfsvettvangs sorpsamlaga á suðvesturhorninu |
|
Reynsla af brennslu innanlands – stefna og straumar erlendis Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri Kölku |
|
Hátæknibrennsla – tæknin og helstu framleiðendur Teitur Gunnarsson verkfræðingur, Mannvit, verkfræðstofa |
|
Verkefnið framundan, næstu skref – Vegvísir Helgi Þór Ingason fyrrv. framkvæmdastjóri SORPU og Páll Guðjónsson verkefnastjóri |
|
Fyrirspurnir og umræður | |
12:00 | Áætluð fundarlok |