Bjóða upp á flugeldasýningu í Borgarnesi

Björgunarsveitirnar Brák í Borgarnesi og Heiðar í Borgarfirði hafa ákveðið að standa sameiginlega að flugeldasýningu í Borgarnesi. Verður hún laugardaginn 9. janúar klukkan 20. Flugeldunum verður skotið upp frá Fitjum, þar sem Brák er nú að byggja nýjar höfuðstöðvar sínar. Íbúar geta valið um að njóta sýningarinnar heiman frá sér eða leggja bílum t.d. við Húsasmiðjuna eða Kaupfélagið. Ítrekað er að fólk leggi ekki bílum á þjóðveginum.

Sveitirnar bjóða upp á sýninguna í þakklætisskyni fyrir frábæran stuðning í fjáröflunum sveitanna.

Þá minna sveitirnar á að í dag, á þrettándanum, verður opið í flugeldasölunni við Borgarbraut 55 í Borgarnesi frá klukkan 16 til 19.

Líkar þetta

Fleiri fréttir