Agnes Joy verður framlag Íslands á Óskarsverðlaunahátíðinni

Akranes verður í sviðsljósinu þegar Agnes Joy mun keppa um Óskarsverðlaunin fyrir Íslands hönd sem besta erlenda kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátiðinni sem fram á að fara í apríl. Kvikmyndin, sem var að mestu tekin upp á Akranesi, var sýnd í kvikmyndahúsum um land allt frá miðjum október 2019 og síðan í Ríkissjónvarpinu á Jóladag. Myndin sló rækilega í gegn og sópaði til sín verðlaunum á Eddu verðlaunahátíðinni í fyrra, þar sem hún var kjörin besta kvikmynd ársins.  Í viðtali í þættinum Menning á RÚV um það leyti sem kvikmyndin var frumsýnd sagði Silja Hauksdóttir leikstjóri að Akranes væri kjörið til kvikmyndatöku. Hún sagði það hafa verið yndislegt að vera á Akranesi þann tíma sem tökurnar fóru fram, svæðið fallegt og fólkið alúðlegt og gott. Þá sagði hún kvikmyndagerðarfólkið hafa haft tíma til að einbeita sér að því sem þyrfti að gera, vera inni í þessum húsum og skottast um göturnar við tökur og að segja þessa sögu.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir