Viktor Sigurgeirsson er hér að sápu háþrýstiþvo bíl hjá Halta Njálssyni.

Á annað hundrað bílar þrifnir í dag eftir sementsóhappið

Starfsmenn a.m.k. tveggja fyrirtækja á Akranesi hafa staðið í ströngu í dag við þrif á bílum sem fengu á sig sement síðustu nótt eftir óhappið við dælingu í síló Sementsverksmiðjunnar. Á bifreiðaverkstæði Hjalta Njálssonar var búið að þrífa um sjötíu bíla í kvöld og bóna nokkra þeirra einnig. Að sögn Hjalta Njálssonar hafa bílarnir allir verið sýruþvegnir, síðan sápuþvegnir og loks nokkrir þeirra bónaðir. Flesta bílana á því eftir að bóna og verða þeir kallaðir inn til þess eftir því sem aðstæður leyfa næstu daga. Hjá Gísla Jónssyni höfðu í dag verið háþrýsti- og sápuþvegnir um fjörutíu bílar á áttunda tímanum í kvöld. Ljóst er að miklu hreinsunarstarfi er enn ólokið bæði á bílum og húsum sem sement lenti á. Slökkviliðsmenn hafa í dag spúlað þök og húsveggi en hafa nú hætt störfum í dag enda verið að frá því í morgun.

Sýran í sementinu gerir það að verkum að best er að þrífa óhreinindin af sem fyrst. Eftir því sem lengri tími líður er erfiðara að ná sementinu af og jafnvel ógerlegt.

Torfi Einarsson að þrífa bíl hjá Gísla Jónssyni.

Gísli Jónsson háþrýstiþvær hér bíl.

Hjá Hjalta Njálssyni náðist að klára að bóna um tíu bíla í dag, en fleiri verða kallaðir inn næstu daga til þess. Allir bílarnir voru þvegnir með sýru og síðan sápu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.