
Tveir í einangrun á Akranesi
Samkvæmt nýjum tölum frá Lögreglunni á Vesturlandi er fjöldi smitaðra og í einangrun í landshlutanum óbreytt frá því í gær. Tveir eru í einangrun með Covid-19 á Akranesi. Þar eru sömuleiðis þrír í sóttkví og einn að auki í Grundarfirði. Að öðru leyti er landshlutinn laus við veiruna.