Banvæn mistök í íslenska heilbrigðiskerfinu

Banvæn mistök í íslenska heilbrigðiskerfinu er heiti bókar Auðbjargar Reynisdóttur hjúkrunarfræðings þar sem hún segir frá skelfilegri reynslu en sonur hennar, Jóel Gautur, lést á barnadeild Hringsins liðlega ársgamall. Bók Auðbjargar byggir á sjúkraskrám og dagbókum en í henni er rætt um fagleg og ófagleg viðbrögð við alvarlegum mistökum í meðferð sjúklinga. En einnig hvernig móðir getur lifað af missi og mætt viðbrögðum kerfisins.

Í inngangi segir höfundur m.a.: „Bók þessi er endapunkturinn í viðleitni minni til að stöðva maskínuna sem fór í gang 22. febrúar 2001 á bráðamóttöku barna á Landspítalanum. Hörmungar sem kostuðu son minn lífið. Stjórnendur og embættismenn hafa ekki getað sannfært mig um að lærdómur af mistökunum verði öðrum til verndar. Það sem þeir hafa reynt að réttlæta hefur einungis gert illt verra. Saga Jóels Gauts Einarssonar (1999–2001) á erindi við alla þá sem tengjast heilbrigðiskerfinu, starfsfólk þess, sjúklinga og aðstandendur.“

Útgefandi er Bókaútgáfan Sæmundur og er bókin þegar komin í allar helstu bókabúðir.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir