Einstök áramótakveðja frá Grundarfirði

Í tilefni áramótanna tók Grundarfjarðarbær sig til og lét setja saman myndband þar sem flutt er lag Einars Bárðarsonar við texta Bjargar Ágústsdóttur bæjarstjóra. Það er svo skreytt með einstökum myndum og myndböndum sem Tómas Freyr Kristjánsson fréttaritari Skessuhorns hefur tekið á árinu og sett saman. Auk hans áttu myndir þau þess Brynjar Kristmundsson og Björg Ágústsdóttir. Um sönginn sjá Amelía Rún Gunnlaugsdóttir, Gunnar G. Garðarsson, Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir, Rakel Mirra Steinarsdóttir og Sylvía Rún Guðnýjardóttir. Upptaka söngs og hljóðblöndun var í höndum Þorkels Mána Þorkelssonar.

Áramótakveðja frá Grundarfjarðarbæ 2020-2021 – YouTube

 

Í huga mínum myndir,

minningar sem tíminn hefur lagt í lífsins sjóð.

Og hvernig sem allt lendir,

heima finn ég það sem mér í hjarta kveikir glóð.

 

Þú átt mig að, á vísum stað,

vináttan lýsir okkur leiðina heim.

Á þessum stað, þú átt mig að,

vináttan lýsir okkar leiðir á ný.

 

Þegar grimmur vetur;

greipar nístingskaldar leggur land og hjörtu á.

Vekur draum um vorið,

og vitund um að vonin muni aftur landi ná.

 

Þú átt mig að, á vísum stað,

vináttan lýsir okkur leiðina heim.

Á þessum stað, þú átt mig að,

vináttan lýsir okkar leiðir á ný.

 

Dimmblá nóttin, daginn vefur að sér,

dagarnir að lokum verða ár.

Ævitíminn sem er ætlaður þér,

eitt andartak, já eilífðanna blik.

– já eitt augnabliiik, ooo-o-ohhh.

 

Nú vaknar allt að vori,

vængjaþytur fugla sem að hreiður gera sér.

Það grær í gengnu spori,

en góðir vinir eiga ætíð stað í huga mér.

 

Þú átt mig að, á vísum stað,

vináttan lýsir okkur leiðina heim.

Á þessum stað, ég á þig að,

vináttan lýsir okkar leiðir á ný.

 

Ég á þig að, á þessum stað,

vináttan lýsir okkur leiðina heim.

Á þessum stað, þú átt mig að,

vináttan lýsir okkur leiðina heim.

 

Ég á þig að, á þessum stað,

Þú átt mig að, á okkar stað,

Vináttan lýsir okkur leiðina heim.

Leiðina heim … leiðina heim … ohhh …

Líkar þetta

Fleiri fréttir