Bóknámsnemar FVA verða í fjarkennslu þessa vikuna

Í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefst verknám og fagbóklegt og starfsbraut í staðnámi frá og með miðvikudeginum 6. janúar, en aðrir áfangar verða í fjarkennslu fyrstu þrjá dagana í upphafi vorannar, þ.e. dagana 6.-8. janúar. Staðnám í öllum áföngum í skólanum hefst svo mánudaginn 11. janúar.

Eftirfarandi gildir í FVA frá 1. -12. janúar:

Mánudagurinn 4. jan: Starfsdagur

Þriðjudagur 5. jan: Nemendur í verknámi koma á heimavist frá kl. 17. Náms- og starfsráðgjöf er í húsi og hægt að bóka tíma í Innu eða með tölvupósti.

Miðvikudagur 6. jan. Starfsbraut, verklegir og fagbóklegir áfangar kenndir í húsi. Heimavist opin fyrir nemendur í verknámi, mötuneyti opið, bókasafn opið, námsráðgjöf í húsi. Bóknám í fjarkennslu.

Fimmtudagur 7. jan: Sama

Föstudagur 8. jan: Sama

Mánudagur 11. jan: Staðnám hefst í bæði bók- og verklegu og íþróttum. Bóknámsnemar koma á heimavist sunnud. 10. janúar frá kl 17.

Bent er á eftirfarandi þætti:

– Grímuskylda er í skólanum án undantekninga, grímur og spritt á staðnum

– Allir hjálpast að við að sótthreinsa snertifleti í kennslustofu að lokinni kennslustund

– 30 manns mega vera í hverju rými á hverjum tíma.

– Gangar og anddyri eru samgönguæðar en þar skal ekki hópast saman. Kennslustofur standa opnar, fyrstur inn sest í innsta sæti

– Bókasafnið opið, 2ja m regla

– Mötuneytið opið og matsalurinn tvískiptur þ.e. 30 manns í hvorum hluta.

Upplýsingafundur fyrir nemendur og foreldra verður þriðjudaginn 5. janúar kl. 16 á Teams. Hlekkur á fundinn verður birtur samdægurs á heimasíðu skólans. Stjórnendur og námsráðgjafar fara yfir skipulag skólastarfsins framundan og sitja fyrir svörum.

„Ef við hjálpumst öll að við sóttvarnir getum við haldið skólastarfinu eðlilegu sem lengst. Ég hlakka til samstarfs á nýju ári og vona að samverustundirnar verði fleiri en á árinu sem er að líða,“ segir í tilkynningu frá Steinunni Ingu skólameistari FVA til nemenda.

Líkar þetta

Fleiri fréttir