
Síðasta löndun ársins
Síðasta löndun ársins í höfnum Snæfellsbæjar var úr Hafdísi SK-04, en margir bátar lönduðu afla sínum 30. desember. Á myndinni er Ásbjörn Óttarsson útgerðarmaður í Nesveri ásamt áhafnarmeðlimi á Hafdísi að landa afla dagsins, sem var 18 tonn úr tveimur lögnum, en Hafdísin rær með beitningarvél.