
Takk fyrir liðið og gleðilegt nýtt ár!
Starfsfólk Skessuhorns sendir lesendum sínum nær og fjær hugheilar óskir um gleðilegt ár. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem nú er að kveðja.
Hefð er fyrir því að gamla árið sé kvatt með því að skjóta upp flugeldum. Á því verður engin undantekning um þessi áramót enda veðurspá góð fyrir kvöldið. Hér þjóta nokkrir skoteldar á loft við Englendingavík í Borgarnesi.