Undirrita samninga um viðbótar bóluefni

Samningur Íslands um bóluefni Moderna og viðbótarsamningur um bóluefni frá Pfizer voru undirritaðir í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Samningurinn við Moderna tryggir bóluefni fyrir 64.000 Íslendinga sem er það sama og aðrar þjóðir í samstarfi Evrópuþjóða eiga rétt á sem hlutfall af mannfjölda. Viðbótarsamningurinn við Pfizer kveður á um 80.000 bóluefnaskammta til viðbótar fyrri samningi, svo alls fáum við bóluefni sem dugir fyrir 125.000 einstaklinga frá Pfizer.

Fasa III í prófunum á bóluefni Moderna er lokið en lyfið er ekki komið með markaðsleyfi. Gert er ráð fyrir að mat Lyfjastofnunar Evrópu liggi fyrir í kjölfar fundar sem haldinn verður snemma í janúar, en mat stofnunarinnar er forsenda markaðsleyfis. Moderna áætlar að geta hafið afhendingu bóluefna á fyrsta ársfjórðungi komandi árs.

Líkar þetta

Fleiri fréttir