Fagurhóll 5 baðaður jólaljósum. Ljósm. Grundarfjarðarbær.

Jólahúsið í Grundarfirði er á Fagurhóli 5

Skömmu fyrir jól lagði menningarnefnd Grundarfjarðar af stað í leit að fallega skreyttu, frumlegu og fögru jólahúsi. „Staðar var numið í brekkunni við Ölkelduveg – þar sem við blasti einstök sjón,“ segir í frétt á vef bæjarfélagsins: „Því í myrkrinu leynast hinar ýmsu perlur og við leit að jólahúsi Grundarfjarðar fann menningarnefnd sannkallaða perlu. Á Fagurhóli 5 lýsir upp í myrkrinu hús, skreytt með fallegum jólaljósum og jólaskreytingum. Þar búa hjónin Kristinn Ólafsson og Elín Hróðný Ottósdóttir, sem hljóta verðlaun fyrir Jólahús Grundarfjarðarbæjar 2020.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir