Starfsmaður frá Íslenska gámafélaginu við sorptunnulosun. Ljósm. Borgarbyggd.is

Geta nú losað tvær tunnur í sömu ferðinni

Íslenska gámafélagið hefur tekið í notkun tvískipta bifreið við sorphirðu í Borgarbyggð. Það gerir starfsmönnum fyrirtækisins kleift að losa bæði brúnu og grænu tunnurnar héðan í frá í sömu ferðinni. Bifreiðin er með tveimur aðskildum hólfum sem tryggir að úrgangurinn blandast aldrei. Í frétt á vef Borgarbyggðar er sagt frá því að sorphirðudagatal ársins 2021 taki mið af þessum breytingum og því verði hér eftir brúnar og grænar tunnur tæmdar samhliða í flestum tilvikum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir