Framsókn í NV kjördæmi frestar póstkosningu

„Kjörstjórn póstkosningar Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið, vegna strangra sóttvarnarreglna sem skapað hafa verulega erfiðleika við framkvæmd póstkosningarinnar, að fresta kosningunni um 15 daga. Frestunin byggir á heimild í reglum um póstkosningu 40. gr. Eftirfarandi breytingar verða á dagsetningum: Framboðsfrestur til þátttöku í póstkosningunni rennur út þriðjudaginn 1. febrúar 2021, kl. 12:00 á hádegi. Kjörskrá verður gerð samkvæmt félagatali 16. janúar 2021, en frestur til skráningar á félagatal er til miðnættis 16. janúar 2021,“ segir í tilkynningu frá kjörstjórn. Kosið verður um fimm efstu sæti listans.

Líkar þetta

Fleiri fréttir