Svipmynd af hrossaflutningi við Leifsstöð. Ljósm. Víkurfréttir.

Besta ár í útflutningi hrossa síðan 1997

Undir lok árs var búið að flytja úr landi 2.324 hross til 21 lands. Er það 54% fjölgun í útflutningi frá árinu 2019 þegar 1.509 hross voru flutt út. Leita þarf allt aftur til 1997 til að finna stærra ár í útflutningi en þá voru flutt út 2.563 hross. Þetta kemur fram í frétt Eiðfaxa. Þar segir að það veki athygli að íslenski hesturinn er enn að nema ný lönd og í ár voru t.d. flutt þrjú hross frá Íslandi til Lettlands og Litháen í fyrsta skipti að vitað sé.

Eins og jafnan áður voru flest hross, eða 974, flutt til Þýskalands, 306 hross voru flutt til Svíþjóðar og 271 hross til Danmerkur. Mikil fjölgun er á flutningi hrossa til Bandaríkjanna en þangað fór 141 hross í ár samanborið við 51 hross í fyrra.

Sjá nánar frétt Eiðfaxa um útflutning hrossa.

Líkar þetta

Fleiri fréttir