Voru útskrifuð úr Menntaskóla Borgarfjarðar

Í vikunni fyrir jól voru átta nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Það voru þau Aleksandar Milenkoski, Andri Freyr Dagsson, Aníta Ýr Strange, Íris Líf Stefánsdóttir, Julian Golabek, Óliver Kristján Fjeldsted, Stefán Fannar Haraldsson og Þórður Brynjarsson. Ekki var um formlega útskriftarathöfn að ræða að þessu sinni sökum sóttvarna, en á myndinni má sjá helming hópsins ásamt Braga Þór Svavarssyni skólameistara.

Líkar þetta

Fleiri fréttir