Fréttir
Fulltrúar fimm af sjö dvalar- og hjúkrunarheimilum sáu sér fært að mæta og taka við blómvendi og viðurkenningarskjali. Þau eru f.v: Inga Kristinsdóttir frá Jaðri í Ólafsvík, Kjartan Kjartansson frá Höfða á Akranesi, Ása María Hauksdóttir frá Silfurtúni í Búðardal, Björn Bjarki Þorsteinsson frá Brákarhlíð í Borgarnesi og Kristín Hannesdóttir frá Stykkishólmi. Á myndina vantar fulltrúa frá Fellaskjóli í Grundarfirði og Fellsenda í Dölum. Ljósm. Gunnhildur Lind.

Vestlendingar ársins eru starfsfólk dvalar- og hjúkrunarheimila

Loading...