Flugeldasalan komin á fullan skrið

Björgunarsveitir landsins eru nú í startholunum eða byrjaðar sölu á flugeldum, rótarskotum og öðrum búnaði fyrir áramótin. Næstu þrír dagar eru jafnan þeir sem mest sala er. Björgunarsveitirnar Brák í Borgarnesi og Heiðar í Borgarfirði fengu afnot af fyrrum verslunarhúsi Líflands við Borgarbraut 55 til að setja upp markað sinn fyrir þessi áramót, en félagsmenn vonast til að fyrir næstu áramót muni salan geta farið fram í nýju húsi Brákar sem nú er í byggingu á Fitjum. Þegar ljósmyndari Skessuhorns kíkti við nú skömmu eftir hádegi í dag var þegar komið rennerí af viðskiptavinum. Opið verður frá klukkan tíu til 22 í dag og á morgun, en frá kl. 10-16 á gamlársdag. Á myndinni eru þau Ásgeir Sæmundsson, Þórir Indriðason, Elín Matthildur Kristinsdóttir og Jökull Erlingsson á vaktinni fyrir Brák og Heiðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir