
Byrjað að bólusetja Vestlendinga
Í morgun var byrjað að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í framlínunni á Vesturlandi við Covid-19 með bóluefni frá Pfizer. Fyrst til að fá bólusetningu í landshlutanum voru Hulda Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurður Már Sigmarsson sjúkraflutningamaður.
Ríflega 300 skömmtum af bóluefni var úthlutað á Vesturland. Í dag verða um 20 heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni í bólusettir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Á morgun munu fjórir flokkar heilbrigðisstarfsfólks fara um landshlutann á öll hjúkrunar- og dvalarheimili og bólusetja alla íbúa þar og fleira heilbrigðisstarfsfólk í framlínunni.