
Nemendur útskrifuðust frá FSN
Laugardaginn 19. desember brautskráðust 15 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Var þetta 31. brautskráning í sögu skólans. Af félags- og hugvísindabraut brautskráðust sex nemendur, þeir eru: Anel Crnac, Áslaug Stella Steinarsdóttir, Björg Hermannsdóttir, Elísabet Páley Vignisdóttir, Helena Anna Hafþórsdóttir og Viktor Brimir Ásmundsson.
Af náttúru- og raunvísindabraut brautskráðust fjórir nemendur, þeir eru: Eiríkur Már Sævarsson, Elva Björk Jónsdóttir, Thelma Lind Hinriksdóttir og Vignir Steinn Pálsson.
Af opinni braut til stúdentsprófs brautskráðust fimm nemendur, þeir eru: Elizaveta Kiakhidi, Karen Rut Ragnarsdóttir, Lydía Rós Unnsteinsdóttir, Marteinn Gíslason og Tanja Lilja Jónsdóttir.
Hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi hlaut Thelma Lind Hinriksdóttir.