Hér má sjá 13 af 15 útskriftarnemum skólans ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Ljósm. sá.

Nemendur útskrifuðust frá FSN

Laugardaginn 19. desember brautskráðust 15 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Var þetta 31. brautskráning í sögu skólans. Af félags- og hugvísindabraut brautskráðust sex nemendur, þeir eru: Anel Crnac, Áslaug Stella Steinarsdóttir, Björg Hermannsdóttir, Elísabet Páley Vignisdóttir, Helena Anna Hafþórsdóttir og Viktor Brimir Ásmundsson.

Af náttúru- og raunvísindabraut brautskráðust fjórir nemendur, þeir eru: Eiríkur Már Sævarsson, Elva Björk Jónsdóttir, Thelma Lind Hinriksdóttir og Vignir Steinn Pálsson.

Af opinni braut til stúdentsprófs brautskráðust fimm nemendur, þeir eru: Elizaveta Kiakhidi, Karen Rut Ragnarsdóttir, Lydía Rós Unnsteinsdóttir, Marteinn Gíslason og Tanja Lilja Jónsdóttir.

Hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi hlaut Thelma Lind Hinriksdóttir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir