Þau skipa nú forystusæti listans í Norðvesturkjördæmi. Ásmundur Einar, Halla Signý og Rannveig Lilja. Ásmundur Einar hefur enn ekki gefið það út að hann sækist eftir forystusætinu, en frestur til þess rennur út 17. janúar. Ljósm. úr safni.

Línur teknar að skýrast í framboðsmálum Framsóknar

Hjá Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi hefur verið ákveðið að fram fari póstkosning við val á framboðslista fyrir alþingiskosningar haustið 2021. Kosið verður um fimm efstu sætin. Kjörskrá verður lokað 30 dögum fyrir valdag póstkosningarinnar eða laugardaginn 2. janúar nk. Þátttökurétt í kosningunni hafa þeir sem skráðir hafa verið í flokkinn fyrir þann dag.

Framboðsfrestur rennur út á hádegi þriðjudaginn 17. janúar. Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hefur nú tvo þingmenn; þau Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sem skipar oddvitasæti listans og Höllu Signýju Kristjánsdóttir þingmann sem skipar annað sætið. Ásmundur Einar hefur enn ekki gefið út yfirlýsingu um framboð en samkvæmt heimildum blaðsins eru meiri líkur en minni á að hann muni sækjast eftir að leiða listann áfram. Halla Signý Krisjánsdóttir þingmaður hefur gefið það út að hún sækist eftir endurkjöri í annað sætið. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna og varaþingmaður, sem búsett er í Bakkakoti í Stafholtstungum, hefur gefið það að hún gefi kost á sér í 3. sæti listans. Loks sækist Friðrik Már Sigurðsson á Lækjarmótum í Húnavatnssýslu eftir 3.-4. sæti listans.

Líkar þetta

Fleiri fréttir