Vefauglýsing frá Björgunarsveitinni Ok í Borgarfirði.

Björgunarsveitir hefja netsölu og selja rótarskot auk flugelda

Nú eru björgunarsveitirnar hér á Vesturlandi að hefja sölu á ýmsum varningi fyrir áramótin, en salan er sem fyrr einn af máttarstólpum fjáröflunar fyrir starf sveitanna. Í ljósi aðstæðna verða ýmis afbrigði frá sölunni miðað við undangengin ár. Auk hefðbundinnar flugeldasölu eru sumar björgunarsveitirnar þegar byrjaðar að selja flugelda í netsölu, þannig að viðskiptavinir panta og greiða, en þurfi ekki að fara inn í margmenni til að nálgast vöruna. Þá leggja sveitirnar áherslu á sölu á Rótarskotum, en með kaupum á þeim slá viðskiptavinir tvær flugur í einu höggi; styðja starf björgunarsveitanna en leggja einnig framlag til trjáræktar og landgræðslu í landinu.

Allar nánari upplýsingar um sölu björgunarsveitanna má finna á heimasíðum þeirra og á Facebook.

Líkar þetta

Fleiri fréttir