Gul viðvörun vegna veðurs allan sunnudaginn

Í kvöld er spáð vaxandi norðanátt með éljum um landið norðan- og austanvert, en þurrt verður sunnan heiða. Norðan- og norðaustan 15-23 m/s á morgun, sunnudag. Rigning eða slydda verður á láglendi norðan- og austanlands og hiti yfir frostmarki, en snjókoma eða slydda undir kvöld og kólnar heldur. Úrkomulítið á sunnanverðu landinu og hiti 1 til 5 stig. Mjög hvasst getur orðið í þessu veðri, einkum sunnantil við fjöll eins og á Snæfellsnesi. Veðurstofan hefur því gefið út gula viðvörun og gildir hún fyrir allt landið á morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir