Meðfylgjandi myndir voru teknar við Ferjukot laust fyrir hádegi í dag. Ljósm. Björgvin Fjeldsted.

Mikið flóð í Hvítá í morgun

Mikið flóð var í Hvítá í Borgarfirði í morgun eftir úrhellisrigningu og snjóbráð til fjalla frá því aðfararnótt aðfangadags. Áin flæddi m.a. yfir veginn að Hvítárbakka. Þá hefur hún einnig farið yfir veginn á mós við Ferjukot þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar. Að sögn heimafólks í Ferjukoti er þetta mesta flóð í ánni í yfir tíu ár.

Samkvæmt rennslismæli Veðurstofunnar við Kljáfoss fór rennsli í Hvítá í 345 rúmmetra á sekúndu um klukkan 8 í morgun, en það er að jafnaði um 70 rúmmetrar á sek. Nú er áin verulega í rénun, var komið í 161 rúmmetra rennsli um klukkan 14 í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir