Þrír með veiruna á Vesturlandi

Tólf greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og voru níu þeirra í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. 24 eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu.

Hér á Vesturlandi eru nú þrír í einangrun með veiruna samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi; tveir á Akranesi og einn í Ólafsvík. Að auki er einn í sóttkví í Ólafsvík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir