Marinó Freyr Jóhannesson Íslandsmeistari í sjóstöng 2020 hampar hér vænum þorski. Ljósm. Sjóskip.

Marinó Freyr er Íslandsmeistari í sjóstangveiði

Sjóstangveiðifélagið Skipaskagi, Sjóskip, á Akranesi hefur eignast nýjan Íslandsmeistara í sjóstangveiði, en 15 ár eru síðan félagsmaður þar náði þeim árangri. Nýr Íslandsmeistari er Marinó Freyr Jóhannesson sem sigraði á landsmóti sjóstangveiðifélaga með 740 stigum. Veiddur afli hans á alls sex mótum sumarsins var 6.025 kíló. Sá sem varð í öðru sæti hlaut 738 stig og sá í þriðja sæti 714 stig, þannig að baráttan var grjóthörð allt sumarið.

Veiðimenn frá Sjóskip voru mjög öflugir þetta veiðiárið og til að mynda náði Arnar Eyþórsson hinum eftirsótta titli að veiða flestar fiskitegundir, eða alls ellefu, ásamt því að slá Íslandsmet fyrir stærsta veidda karfann. Auk þess runnu flestir sigrar sumarsins til félagsmanna Sjóskips, sbr. meðfylgjandi skrá:

Íslandsmeistari karla: Marinó Freyr Jóhannesson

Aflahæsti veiðimaður: Marinó Freyr Jóhannesson

Stærstu fiskar í tegund – ufsi: Marinó Freyr Jóhannesson

Flestar fisktegundir, 1. sæti: Arnar Eyþórsson

Stærstu fiskar í tegund, gullkarfi: Arnar Eyþórsson

Landsmet 6,9 kg. gullkarfi: Arnar Eyþórsson

Stærstu fiskar í tegund, síld: Arnar Eyþórsson

Aflahæsti veiðimaður, 3. sæti: Sigurjón Már Birgisson

Stærstu fiskar í tegund, rauðspretta: Sigurjón Már Birgisson

Stærstu fiskar í tegund, lýsa: Pétur Þór Lárusson

Stærstu fiskar í tegund, keila: Pétur Þór Lárusson

Stærstu fiskar í tegund, marhnútur: Guðjón Gunnarsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira