
Breyttur akstur strætó yfir hátíðirnar
Akstur Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni verður breyttur yfir hátíðarnar. Á landsbyggðinni verður hann meðfylgjandi:
Aðfangadagur, 24. desember: Helstu leiðir aka samkvæmt laugardagsáætlun til ca. hádegis.
Jóladagur, 25. desember: Enginn akstur
Annar í jólum, 26. desember: Ekið verður skv. sunnudagsáætlun.
Gamlársdagur, 31. desember: Helstu leiðir aka samkvæmt laugardagsáætlun til ca. hádegis.
Nýársdagur, 1. janúar: Enginn akstur
Hægt er að skoða ítarlegri upplýsingar um akstur leiða á landsbyggðinni með að smella hér.