
Jólahúsið er á Hellissandi
Menningarnefnd Snæfellsbæjar tilkynnti í gær hvaða hús væri Jólahús Snæfellsbæjar. Að þessu sinni varð Túnberg á Hellissandi fyrir valinu en þar búa hjónin Davíð Óli Axelsson og Guðrún Halla Elíasdóttir. Menningarnefnd valdi einnig jólaglugga Snæfellsbæjar, hann var á Laufási á Hellissandi. Loks var jólagarðurinn á Arnarstapa. Piparkökuhúsið að þessu sinni áttu þær Aníta Ólafsdóttir og Arna Eir Örvarsdóttir.

Piparkökuhúsið gerðu þær Aníta og Arna Eir.