Jólahúsið Túnberg á Hellissandi. Ljósm. þa.

Jólahúsið er á Hellissandi

Menningarnefnd Snæfellsbæjar tilkynnti í gær hvaða hús væri Jólahús Snæfellsbæjar. Að þessu sinni varð Túnberg á Hellissandi fyrir valinu en þar búa hjónin Davíð Óli Axelsson og Guðrún Halla Elíasdóttir. Menningarnefnd valdi einnig jólaglugga Snæfellsbæjar, hann var á Laufási á Hellissandi. Loks var jólagarðurinn á Arnarstapa. Piparkökuhúsið að þessu sinni áttu þær Aníta Ólafsdóttir og Arna Eir Örvarsdóttir.

Piparkökuhúsið gerðu þær Aníta og Arna Eir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira