LbhÍ festir kaup á mála- og samningakerfi

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur fest kaup á mála- og samningakerfi WorkPoint frá Spektra ehf. fyrir málasafn skólans. WorkPoint byggir á SharePoint lausn í Microsoft Office 365 umhverfi en LbhÍ er fyrsti skólinn hér á landi sem tekur upp þessa lausn. „Verkefni LbhÍ eru mörg en fyrir utan skipulag í kringum það fjölbreytta nám sem í boði er við skólann, er eignaumsjón einnig stór þáttur í rekstri skólans og mun rafrænt skjalakerfi veita heildarsýn yfir öll verkefni sem koma til afgreiðslu og verða til innan skólans,“ segir í tilkynningu frá Sóveigu Magnúsdóttur upplýsinga- og skjalastjóra LbhÍ sem innleitt hefur þessa breytingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir