Erna Kristín Hjaltadóttir á Fellsenda

Hættir störfum eftir 44 ár á sama vinnustað

Erna Kristín Hjaltadóttir fluttist að Fellsenda 1968 en þar voru tengdaforeldrar hennar bændur ásamt sonum sínum Vésteini og Magnúsi Arngrímssonum. Síðar tók yngra fólkið við búskapnum en þar var tvíbýli. Jörðina leigðu ábúendur af Minningarsjóði Ólafs Finnssonar og Guðrúnar Tómasdóttur frá Fellsenda. Þau hjónin hættu búskap árið 2006 þegar Hjalti sonur Ernu og Vésteins tók við búskapnum ásamt eiginkonu sinni Lindu Traustadóttur. Þau keyptu íbúðarhúsið af Magnúsi og Báru konu hans, sem jafnframt er systir Ernu. Erna og Vésteinn bjuggu áfram á Fellsenda þar sem Erna býr enn í dag og samhliða búskap hefur Erna lengst af starfað á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda. Um síðustu mánaðamót urðu tímamót í lífi Ernu þar sem hún ákvað að láta af störfum eftir samfelldan 44 ára starfsaldur á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda.

„Það er gott að geta ákveðið sjálfur að hætta að vinna en ég varð sjötug 21. mars og þetta er fínn tími. En reyndar segist ég ennþá vera 69 ára því ég hef ekki náð að halda upp á afmælið mitt út af heimsfaraldrinum,“ segir Erna og hefur gaman að því að geta nýtt sér annars báglegt ástandið til að telja sig yngri en ártalið gefur til kynna.

Nánar er rætt við Ernu Kristínu í jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir