Hvassir strengir á sunnanverðu Snæfellsnesi

Í gildi er gul viðvörun vegna hvassviðris á Faxaflóasvæðinu. Það verður norðan stormur og vindhviður í dag. Gætu þær staðbundið farið yfir 40 m/s á sunnanverðu Snæfellsnesi. Við þær aðstæður er varasamt að vera á ferð með ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Viðvörunin er í gildi í allan dag og til hádegis á morgun, sunnudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir