Séra Einar Friðgeirsson á Borg

Ef að besta brosið manns – botnfrýs einu sinni

Vísnahorn

Séra Einar Friðgeirsson var fæddur í Garði í Fnjóskadal 2. janúar 1863 og voru foreldrar hans Friðgeir Olgeirsson bóndi í Garði og Anna Ásmundsdóttir. Ungur var hann tekinn í fóstur af móðurbróður sínum Gísla Ásmundssyni sem bjó á Þverá í Fnjóskadal. Börn Gísla og fóstursystkini Einars voru séra Ásmundur Gíslason á Hálsi, séra Haukur Gíslason prestur í Danmörku, Ingólfur Gíslason læknir sem lengi var í Borgarnesi, Garðar Gíslason stórkaupmaður og Auður kona séra Árna Jónssonar á Skútustöðum. Meðan Einar var enn við nám dvaldist hann um tíma á Bessastöðum og kynntist þar konu sinni Jakobínu Sigurgeirsdóttur frá Galtastöðum, uppeldisdóttur Gríms Thomsen. Eignuðust þau fimm börn sem upp komust auk dóttur sem þau misstu í frumbernsku. Einar útskrifaðist úr Prestaskólanum 1887 og varð sama ár aðstoðarprestur séra Þorkels Bjarnasonar á Reynivöllum en fékk Borg á Mýrum árið eftir, 1888 og hélt þann stað til æviloka. Var talið að hann hefði þar notið vinskapar Thors Jensen en góð vinátta var með þeim alla tíð. Einar var prýðilega hagmæltur og birtist meðal annars skáldskapur eftir hann í tímaritinu Óðni undir dulnefninu Fnjóskur. Þó nokkuð hafi varðveist af kveðskap Einars er ekki svo þægilegt að raða því í aldursröð og sérstaklega ekki frá fyrrihluta ævinnar en eigum við ekki að byrja á þessari til að byrja einhversstaðar:

 

Æskan hefur yndi af fögrum ástarkvæðum

þótt hún beri sjálf í sjóði

sjöfalt meira en næst í ljóði.

 

Og ekki ólíklegt að þessi sé kveðin til unnustunnar einhvern tímann í tilhugalífinu:

 

Stundum finnst mér ekkert að

og unað lífið bjóða

hallist þú að hjartastað

heilladísin góða.

Sjá vísnahornið í jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir