Jóhanna Jóhannsdóttir

Um Jóhönnu Jóhannsdóttur ljósmóður í Borgarnesi

Jóhanna Jónsdóttir var fædd í Skógum á Fellsströnd í Dölum 13. febrúar 1910, ein níu systkina. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Jónasson og Margrét Júlíana Sigmundsdóttir. Jóhanna stundaði í tvö ár nám í húsmóðurfræðum á Hallormsstað og lauk námi frá Ljósmæðraskóla Íslands árið 1940. Eftir að hafa verið eitt ár ljósmóðir í Vatnsdal í Húnavatnssýslu starfaði hún í ljósmóðurumdæmi Borgarness óslitið í tæp 40 ár, frá 1942 til 1980. Þá var umdæmi hennar þrír hreppar; Borgarhreppur, Álftaneshreppur og Hraunhreppur.

Leigði um tíma forstofuherbergi

Helsta heimild um veru Jóhönnu í Borgarnesi er frásögn Sólveigar systur hennar sem segir að ýmsir erfiðleikar hafi verið á vegi hennar. Nefna má að erfitt var að fá gott húsnæði í Borgarnesi á þessum tíma. Um tíma leigði hún lítið forstofuherbergi sem var ansi kalt. Var það bagalegt því oft kom hún köld og hrakin heim úr vinnu. Lengst af leigði Jóhanna litla kjallaraíbúð á Skallagrímsgötu 5 og þar gátu konur dvalið hjá henni fram yfir fæðingu ef á þurfti að halda. Ljósmóðurstarfið var ekki fullt starf og því hefði Jóhanna gjarnan viljað vinna önnur störf með til að afla tekna. Það var hins vegar ekki auðvelt um vik því fáir vildu hafa fólk í vinnu sem sí og æ þyrfti að fara frá til þess að sinna skyldustörfum.

Nánar er fjallað um Jóhönnu í jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir