Sigrún vel hrímuð á sjóbjörgunaræfingu. Ljósm. úr einkasafni.

Langaði að verða sjúkraflutningamaður

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO lýsti árið 2020 sem ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Sennilega hefur engan þar rennt í grun um hversu sannspáir þeir voru því að á fáum stéttum hefur mætt meira en einmitt þeim það sem af er árinu 2020. Að auki á Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 100 ára afmæli í ár. Einn af hjúkrunarfræðingunum okkar er Sigrún Guðný Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Það er hins vegar ekki það eina sem Sigrún fæst við því auk þess er hún formaður Björgunarfélags Akraness. Sigrún brennur fyrir skyndihjálp og hefur haft leiðbeinenda réttindi á því sviði í meir en 20 ár. Hún hefur kennt m.a. björgunarsveitarmönnum, leiðsögumönnum og nemendum í Stýrimannaskólanum, auk þess að kenna á vegum Rauða Kross Íslands. Þá hefur hún setið í Endurlífgunarráði sem er fagráð sérfræðinga á sviði endurlífgunar. Meginmarkmið þess er að auka upplýsingar, stuðla að fræðslu og bæta staðla í endurlífgun með það að leiðarljósi að bjarga mannslífum. Sigrún er að klára nám til sérfræðiréttinda í bráðahjúkrun. Sérfræðingar í hjúkrun hafa viðmikla klíníska þekkingu, eru leiðtogar á sínu sviði og hafa það hlutverk að stuðla að faglegum vinnubrögðum og efla fræðastörf. Að lokum má nefna að Sigrún er að leggja lokahönd á rannsókn um slys á rafhlaupahjólum.

Þegar Covid hópsmit braust út á Landakotsspítala nýverið var hún í hópi sjálboðaliða sem gekk til liðs við sérstaka Covid deild sem var sett á stofn vegna hópsmitsins. Það var því ekki úr vegi að fræðast meira um þessa kraftmiklu Skagakonu.

Nánar er rætt við Sigrúnu í jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir