Halldór Árnason

Hefur það að reglu að starfa ekki of lengi á sama stað

„Styrkleikar Stykkishólms eru staðsetningin, náttúran í kring, Breiðafjörður og hæfileg fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.“ Þetta fullyrðir Halldór Árnason, brottfluttur Hólmari, í húsi sínu í Vesturbæ Reykjavíkur við blaðamann Skessuhorns. Það leynir sér ekki kærleikurinn til heimaslóða. Hann er formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar í Stykkishólmsbæ, hagfræðingur að mennt en fyrst og fremst er Halldór Hólmari. Með nýja uppáhellinga í bollum, smákökur og konfektmola á borði hefjast samræður. Farið er um víðan völl; nauðsyn þess að skipta um starf reglulega, kosti sameiningar sveitarfélaga á Snæfellsnesi og sóknarfæri Stykkishólms sem áfangastaðar.

Landsbyggðarpési

„Ég var og er mikill landsbyggðarpési,“ segir Halldór Árnason sem er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi. 16 ára fór Halldór í menntaskóla á Laugarvatn og eftir fjögur ár þar hélt hann norður yfir heiðar og kenndi einn vetur í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Síðan fór Halldór í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. „Ég ætlaði mér alltaf að fara út á land strax eftir nám. Ég var að vinna verkefni fyrir menntamálaráðuneytið þegar þar losnaði staða, sem ég tók og starfaði þar í tvö ár eftir útskrift frá HÍ,“ segir Halldór sem lauk svo meistaranámi í þjóðhagfræði frá háskólanum í Uppsala 1983. „Síðan þá hef ég unnið á mörgum stöðum og haft það að reglu að vera ekki of lengi á hverjum stað, bara 6 til 8 ár,“ útskýrir Halldór og blaðamaður spyr hvers vegna það sé? „Það eru eiginlega tvær ástæður. Annars vegar tel ég það hollt bæði vinnustaðnum og viðkomandi að breyta til, taka nýjum áskorunum, og hins vegar hef ég fundið það sjálfur að þegar ég er búinn að vera ein átta ár á sama stað, þá er komin ákveðin rútína í vinnuferlið og þar af leiðandi er ég ekki að þroskast eða þróast eins og maður ætti að gera,“ svarar Halldór sem starfaði lengst í fjármálaráðuneytinu sem skrifstofustjóri eða í tíu ár. „Þar var náttúrlega mjög mikil og fjölbreytt vinna.“

Nánar er rætt við Halldór í jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira