Rolando með félögum sínum í Slökkviliði Borgarbyggðar. Ljósm: Úr einkasafni.

Úr borgarastyrjöld í kyrrðina í Borgarfirði

Rolando Díaz býr að Bifröst í Borgarfirði ásamt konu sinni Guðrúnu Olgu Árnadóttur, börnunum Isobel Líf og Isaac Loga auk hundanna Max og Ösku. Hann vinnur við viðhald á byggingum Háskólans á Bifröst en lætur ekki þar við sitja. Hann starfar með björgunarsveitinni Heiðari í Borgarfirði, Björgunarhundasveit Íslands og Slökkviliði Borgarbyggðar. Hann er jafnframt í stjórnum Heiðars og Björgunarhundasveitarinnar. Það er því ljóst að það er nóg að gera alla daga hjá honum. Rolando hefur sannarlega upplifað tímana tvenna og jafnvel þrenna. Hann elst upp í borgarastyrjöld í El Salvador og upplifir skelfingar afleiðingar stríðs. Eftir að hafa hrökklast undan mafíunni fer hann til Íslands, ver 13 árum á Ísafirði þar sem hann eignast konu og börn. Síðustu sjö árin hefur hann dvalið með fjölskyldu sinni í kyrrðinni í Borgarfirði og lætur vel af því.

Nánar er rætt við Rolando í jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir