Atli Harðarson

Ljósi brugðið á ljósmyndir og áhugamál Atla Harðarsonar

Sagnaritari samtímans 2020

Mjög víða stunda áhugaljósmyndarar ómetanlega samtímaskráningu fyrir sín byggðarlög; fanga þannig atvinnusöguna, menninguna, mannlífið eða náttúruna. Samtímaskráning af þessu tagi er mikilvæg. Hér á Vesturlandi eru fjölmargir sem stunda áhugaljósmyndun af kappi. Í jólablöðum Skessuhorns á liðnum áratugum hafa áhugaljósmyndarar á Vesturlandi verið kynntir, einn á hverju ári. Við köllum þetta fólk samtímasöguritara, fólkið sem á í fórum sínum þúsundir mynda frá liðnum árum. Myndir sem varðveita annars glötuð augnablik.

Hefur alltaf verið listrænn

Atli Harðarson er sagnaritari samtímans að þessu sinni. Atli er Sunnlendingur að uppruna, bjó og starfaði lengi á Akranesi en er nýlega fluttur til Reykjavíkur. Atli hefur alltaf verið listrænn í sér og byrjaði ungur að teikna myndir. „Ég teiknaði daginn út og inn sem krakki og var alltaf með teikniblokkina við höndina og gerði kennarana mína í barnaskóla efalaust oft pirraða á því að ég var alltaf á kafi í teikniblokkinni. Ég var á tímabili á báðum áttum um hvort ég ætti að fara í myndlistarnám en endaði svo í heimspeki í háskólanum,“ segir Atli og bætir við að áhugi hans á formum og myndbyggingu hafi þó áfram verið til staðar. „Ég hélt svo bara áfram að búa til myndir en í staðin fyrir að teikna fór ég að nota myndavél. Ég er ekki að taka ljósmyndir sem heimildir eða eitthvað slíkt eða til að segja frá einhverju sérstöku, heldur er ég bara að búa til myndir af formum í umhverfinu,“ segir hann.

Nánar er rætt við Atla í jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir