Guðrún Kristjánsdóttir. Ljósm. glh.

„Þú lést ekki foreldra þína vinna verkin sem þú áttir að gera sjálfur“

Hún er fædd og uppalin vestur á Snæfellsnesi, á bænum Hrísdal í Eyja- og Miklaholtshreppi. Hún er yngst af sex í systkinahópnum. Hún er alin upp af þýskri móður og íslenskum föður. Þetta er hún Guðrún Kristjánsdóttir. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Gunnu Kristjáns á heimili hennar í Borgarnesi. Segir hún blaðamanni sögu sína; allt frá uppeldinu vestur í Hrísdal, jólahaldinu, hinum ýmsu störfum sem hún hefur tekið að sér á lífsleiðinni en einnig hvernig lífið á það til að grípa inn í, fyrirvaralaust.

Bernskuárin

Nóg var um að vera á fimmta og sjötta áratugnum í barneignum hjá þeim hjónum í Hrísdal. Frá árinu 1953 til 1962 fæddust átta börn. Af systkinahópnum voru tvö þeirra sem dóu ung, númer þrjú og sex í systkinaröðinni, en sex af átta barnanna eru uppkomin í dag. Guðrún Kristjánsdóttir er yngst, númer átta eins og hún orðar það sjálf við blaðamann. Úrsúla er elst þeirra systkina, svo koma Unnur og Matthildur, þar næst kemur Sigurður, Hjördís og svo Guðrún. Aðspurð um uppeldið í sveitinni segir hún það hafa verið rosalega gott. Heimilið í Hrísdal var mannmargt heimili en börn ömmu og afa Guðrúnar voru 11 talsins. Öll börn þeirra fluttu að heiman fyrir utan tvö þeirra, Kristján, pabbi Guðrúnar, og bróðir hans ásamt sinni fjölskyldu. Þetta er því stór hópur í heildina eða hátt í 400 afkomendur. „Afi og amma bjuggu líka í Hrísdal. Svo var annað íbúðarhús á jörðinni. Þar bjó bróðir pabba með sín sjö börn. Þetta voru því mörg börn á misjöfnum aldri,“ segir Guðrún.

Nánar er rætt við Guðrúnu í jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir