Þau hjón eru afar þakklát fyrir tæknina sem gerðu samskipti möguleg á meðan hið versta gekk yfir. Ólöf er hér að tala við Sigurberg á meðan hann lá á sjúkrahúsinu. Ljósm. úr einkasafni

„Það á að bera fulla virðingu fyrir þessari veiru, hún er dauðans alvara“

Mars byrjaði á venjubundinn hátt. Þau grunaði engan að í þeim mánuði myndi lífið gjörsamlega snúast á hvolf. Sigurbergur D. Pálsson var nýlega búinn í langþráðri aðgerð á hné, þar sem skipt var um lið og Ólöf S. Sumarliðadóttir hélt upp á afmælið sitt um miðjan mánuðinn með venjubundnum hætti. Ekkert benti til annars en að hann myndi halda áfram í sinni endurhæfingu og hún í sinni vinnu við einn af leikskólum bæjarins. Þá gerðist það, Covid-19 barði dyra og allt breyttist. Enn, tæpum níu mánuðum síðar glímir hann við afleiðingar veikindanna, sem voru svo alvarleg að um tíma vissi hann hreint ekkert um hvort hann færi gangandi í lóðréttri stöðu út af Covid-deildinni, eða í láréttri.

Nánar er rætt við Ólöfu og Sigurberg í jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir