Mæla með smávægilegum loðnuveiðum

Stærð hrygningarstofns loðnu mældist 487,4 þúsund tonn í leiðangri á vegum Hafró sem farinn var dagana 6.-11. desember sl. Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150.000 tonnum að teknu tilliti til afráns. Samkvæmt því leiðir þessi mæling til veiðiráðgjafar upp á 21.800 tonn veturinn 2020/21 og kemur í stað fyrri ráðgjafar frá því í október um engan afla. „Áætlað er að skip Hafrannsóknastofnunar muni fara til frekari stofnmælinga á loðnu í janúar eins og áður hefur verið kynnt og verður veiðiráðgjöf endurskoðuð með tilliti til niðurstaðna þeirra. Fyrirkomulag þeirra mælinga og möguleg þátttaka annarra skipa liggur ekki fyrir,“ segir í tilkynningu frá Hafró.

Líkar þetta

Fleiri fréttir